Þrír unglingar veittu manni áverka
Skömmu eftir miðnætti á laugardagskvöld tilkynnti ungur maður um að þrír unglingar hefðu ráðist á hann og veitt honum áverka fyrir utan heimahús í Keflavík. Hafði sá sem fyrir árásinni varð vísað þremenningunum út en þeir ekki verið sáttir við afskipti mannsins. Endaði viðureign aðila þessara á þá leið að piltarnir héldu á brott eftir að hafa veitt manninum allnokkra áverka. Meðal annars hafði maðurinn brotnað á fingri vinstri handar.