Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrír til fjórir menn viðriðnir mörg innbrot á Suðurnesjum
Miðvikudagur 4. febrúar 2004 kl. 15:41

Þrír til fjórir menn viðriðnir mörg innbrot á Suðurnesjum

Þrír til fjórir aðilar á tvítugsaldri hafa síðustu mánuði brotist inn á heimili og í fyrirtæki í Reykjanesbæ. Mennirnir koma við sögu í nokkuð mörgum málum sem lögreglan í Keflavík hefur upplýst.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Keflavík hafa tæplega 100 þjófnaðir og innbrot verið kærð til lögreglunnar á síðustu þremur mánuðum. Um er að ræða innbrot á heimili og í fyrirtæki, þjófnað úr bifreiðum og frá fólki á veitingahúsum svo eitthvað sé nefnt.

Á sama tímabili hefur sjö bifreiðum verið stolið í Reykjanesbæ, en auk þess hafa nokkrar bifreiðar sem stolið hefur verið í öðrum sveitarfélögum fundist í umdæmi lögreglunnar í Keflavík.

Að sögn Karls Hermannssonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Keflavík hafa innbrot og þjófnaðir aukist á Suðurnesjum á síðustu misserum. Segir Karl aukninguna hér haldast í hendur við aukningu á höfuðborgarsvæðinu. Karl segir að skýringa á aukningu innbrota og þjófnaða sé að finna vegna harðari heims fíkniefnaneytenda. „Það er rétt að hvetja fólk til að huga vel að eigum sínum, læsa húsum sínum og skilja ekki bifreiðar eftir með lyklunum í. Oftar en ekki er þjófum gert auðvelt fyrir með kæruleysi hús- og bíleigenda,“ sagði Karl í samtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024