Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrír teknir við akstur undir áhrifum
Miðvikudagur 30. janúar 2008 kl. 09:34

Þrír teknir við akstur undir áhrifum

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir að aka undir áhrifum lyfja í umdæmi Lögreglunnar á Suðurnesjum í gærdag. Tveir þeirra voru undir áhrifum ólöglegra fíkniefna, en sá þriðji var á löglegum lyfjum. Var ástand þess, að mati lögreglu, þó með þeim hætti að hann átti ekkert erindi í umferðina, enda komst upp um hann þegar hann varð valdur að þriggja bíla árekstri.

Um kvöldið var svo einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut, en hann mældist á 102 km hraða þar sem löglegur hámarkshraði er 70.

Þá voru átta eigendur/umráðamenn ökutækja boðaðir með ökutæki sín til skoðunar vegna vanrækslu á aðalskoðun. 

Næturvaktin hjá lögreglunni á Suðurnesjum var róleg að því er fram kemur í dagbók lögreglu..

VF-mynd úr safni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024