Þrír teknir með plastfilmur
Á lögregluvaktinni í nótt voru 13 ökumenn teknir fyrir hraðakstur í umdæminu. Þá voru þrír ökumenn teknir fyrir að hafa ekki farið með bifreiðar sínar í lögboðina skoðun á réttum tíma, þrír af þeim voru einnig kærðir fyrir að vera með litaðar plastfilmur í fremri hliðarglugga, en það er bannað samkvæmt lögum. Að öðru leyti var rólegt á vakt lögreglunnar í nótt.