Þrír teknir með kannabis og amfetamín
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni þrjá karlmenn, sem allir voru með fíkniefni í fórum sínum. Einn þeirra var með tóbaksblandað kannabis á stofuborðinu, annar geymdi lítilræði af amfetamíni í ísskáp og hinn þriðji ræktaði kannabis í þvottahúsinu.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.