Þrír teknir fyrir hraðakstur
Lögreglan á Suðrunesjum stöðvaði þrjá ökumenn á Reykjanesbraut í gær vegna hraðaksturs. Þeir voru allir á yfir 120 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km. Sá sem hraðast ók var á 126 km.
Einn ökumaður var stöðvaður í Keflavík vegna aksturs gegn rauðu ljósi. Tveir ökumenn voru handteknir í Reykjanesbæ, annar vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og hinn vegna ölvunaraksturs.