Miðvikudagur 10. janúar 2007 kl. 09:10
Þrír teknir á hraðferð og einn grunaður um ölvun
Þrír ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur á Suðurnesjum í gærdag. Kvöldvaktin hjá lögreglu var tíðindalaus en í nótt voru höfð afskipti af ökumanni vegna gruns um ölvun við akstur.