Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrír sviptir í hraðakstursátaki lögreglu
Þriðjudagur 20. nóvember 2007 kl. 09:33

Þrír sviptir í hraðakstursátaki lögreglu

Ökumenn á Suðurnesjum hafa orðið varir við átak lögreglu um að taka á hraðakstri í kringum skóla á svæðinu, en í gær voru 39 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, þar af hátt í 30 innanbæjar.
Þar af voru þrír sviptir ökuréttindum til bráðabirgða vegna hraðaksturs í grennd við skóla, en þeir mældust á bilinu 64-66 km/klst þar sem löglegur hámarkshraði er 30 km/klst.

Næstu tvær vikur verður áfram lögð áhersla á að stunda hraðamælingar í námunda við skóla til að sporna við hraðakstri.

Í nótt var svo einn ökumaður tekinn, grunaður um ölvun við akstur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024