Þrír sviptir fyrir hraðakstur við skóla
Tólf ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í dag. Þar af voru þrír ökumenn sviptir ökuréttindum til bráðabirgða, þeir óku um svæði þar sem leyfður hámarkshraði er 30 km/klst, en lögreglan hefur verið með öflugt eftirlit í námunda við grunn- og leikskóla.
Ökumaður léttbifhjóls var kærður fyrir að aka án þess að hafa öðlast réttindi til að stjórna hjólinu og vera án hlífðarhjálms.
Ökumaður léttbifhjóls var kærður fyrir að aka án þess að hafa öðlast réttindi til að stjórna hjólinu og vera án hlífðarhjálms.