Fréttir

Þrír Suðurnesjamenn meðal efstu hjá Bjartri framtíð
Föstudagur 26. ágúst 2016 kl. 10:56

Þrír Suðurnesjamenn meðal efstu hjá Bjartri framtíð

- Páll Valur Björnsson leiðir í Suðurkjördæmi

Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar úr Grindavík, mun leiða lista flokksins í Alþingiskosningunum 29. október næstkomandi. Lovísa Hafsteinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi úr Reykjanesbæ, verður í þriðja sæti á listanum og Jasmina Crnac, stjórnmálafræðinemi sömuleiðis úr Reykjanesbæ, er í fjórða sæti. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti í gærkvöld efstu frambjóðendur á framboðslistum í öllum kjödæmum.

Hér má sjá lista Bjartar framtíðar í Suðurkjördæmi

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

1. Páll Valur Björnsson, kennari og þingmaður
2. Þórunn Pétursdóttir, landgræðsluvistfræðingur
3. Lovísa Hafsteinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
4. Jasmina Crnac, stjórnmálafræðinemi
5. Eyrún Björg Magnúsdóttir, framhaldsskólakennari og stjórnsýslufræðingur
6. Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri