Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrír stútar og rúðubrot í nótt
Laugardagur 22. mars 2003 kl. 08:28

Þrír stútar og rúðubrot í nótt

Nóttin var nokkuð erilsöm hjá Lögreglunni í Keflavík. Þrír ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur. Brotin var rúða á skemmtistaðnum Ránni á Hafnargötunni. Lögreglan hafði afskipti af tveimur mönnum sem voru að slást á Hafnargötunni, en þegar lögreglumenn ræddu við mennina voru þeir að leika sér og sögðust vera bestu vinir. Í gærkvöldi var árshátíð Fjölbrautaskóla Suðurnesja haldin í Stapanum og að sögn Skúla Jónssonar varðstjóra hjá Lögreglunni í Keflavík fór skemmtunin vel fram: „Það er mjög öflug gæsla á skemmtunum hjá Fjölbrautaskólanum og samstarf við lögregluna er gott. Þetta var allt saman til fyrirmyndar hjá krökkunum,“ sagði Skúli í samtali við Víkurfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024