Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrír stöðvaðir í fíkniefnaakstri
Mánudagur 2. desember 2013 kl. 10:47

Þrír stöðvaðir í fíkniefnaakstri

Þrír ökumenn voru handteknir um helgina í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum vegna fíkniefnaaksturs. Einn þeirra var með kannabisefni í bifreið sinni og framvísaði þeim þegar lögregla hafði afskipti af honum.  Annar, sem margoft hefur komið við sögu hjá lögreglu vegna ýmissa afbrota, ók sviptur ökuréttindum. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu neyslu hans á amfetamíni og metamfetamíni. Þriðji ökumaðurinn ók einnig sviptur ökuréttindum.  Hann reyndist hafa neytt kannabisefna.

Loks handtók lögregla einn ökumann vegna gruns um ölvunarakstur.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024