Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 25. ágúst 2000 kl. 16:58

Þrír skipverjar handteknir

Lögreglan í Keflavík stöðvaði bifreið á Grindavíkurvegi sl. miðvikudag eftir að ábending hafði borist um að þar væri smyglvarning að finna. Tollgæslan var kvödd á vettvang og leitaði í bílnum. Þar fundust 90 flöskur af sterku áfengi, 24 flöskur af léttvíni og 150 karton af sígarettum. Ökumaður bifreiðarinnar var handtekin en sleppt af yfirheyrslu lokinni. Yfirvöld leituðu því næst í flutningaskipinu Freyju sem var í höfninni í Grindavík. Sú leit var árangurslaus en þrír skipverjar viðurkenndu að vera eigendur smyglvarningsins sem fannst í bílnum fyrr um daginn. Mönnunum var sleppt að yfirheyrslu lokinni og að sögn lögreglu telst málið upplýst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024