Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrír ökumenn í vímu handteknir
Rúmlega tvítugur karlmaður var stöðvaður á Vatnsleysustrandarvegi fyrir neyslu fíkniefna.
Föstudagur 12. apríl 2013 kl. 14:05

Þrír ökumenn í vímu handteknir

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði, síðdegis í gær, bifreið þar sem ökumaður hennar var grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Ökumaðurinn, kona á þrítugsaldri játaði neyslu á amfetamíni og kannabis, þegar hún hafði verið handtekin og færð á lögreglustöð.

Annar ökumaður, rúmlega tvítugur karlmaður, var stöðvaður á Vatnsleysustrandarvegi af sömu ástæðu og viðurkenndi hann neyslu fíkniefna. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu neyslu á kannabis. Hann reyndist einnig vera með kannabis í úlpuvasa sínum. Loks var karlmaður á fertugsaldri handtekinn og viðurkenndi hann neyslu á amfetamíni. Sýnatökur staðfestu að hann hefði neytt þess efnis og einnig metamfetamíns.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024