Þrír ökumenn handteknir í gær og nótt
Þrír ökumenn voru teknir úr umferð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í nótt og gærkvöld vegna gruns um fíkniefnaakstur. Þeir voru fluttir á lögreglustöð til sýna- og skýrslutöku. Áður hafði ökumaður á númerslausri bifreið verið stöðvaður. Hann reyndist vera ökuréttindalaus og var að auki grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var bifreiðin ótryggð.
Þá hafa fimm ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur á síðustu dögum. Tveir þeirra sem hraðast óku mældust á 126 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.