Þrír menn á jeppa fastir í Trölladyngju yfir nótt
 Í morgun hafði karlmaður samband við lögregluna í Keflavík og tilkynnti að hann og tveir félagar hans héldu til í jeppabifreið sem væri föst við Trölladyngju. Þeir höfðu haldið til í jeppanum yfir nótt.Lögreglan í Keflavik kom boðunum áfram til björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík sem sendi björgunarlið á staðinn. Þeir losuðu jeppann og komu honum og mönnunum til byggða.
Í morgun hafði karlmaður samband við lögregluna í Keflavík og tilkynnti að hann og tveir félagar hans héldu til í jeppabifreið sem væri föst við Trölladyngju. Þeir höfðu haldið til í jeppanum yfir nótt.Lögreglan í Keflavik kom boðunum áfram til björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík sem sendi björgunarlið á staðinn. Þeir losuðu jeppann og komu honum og mönnunum til byggða.
				
	
				




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				