Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrír meiddust í árekstri
Mánudagur 21. september 2015 kl. 14:07

Þrír meiddust í árekstri

Þrír fóru á slysadeild eftir árekstur sem varð á gatnamótum Hringbrautar og Tjarnargötu í Keflavík um helgina. Óhappið varð með þeir hætti að bifreið var ekið frá Tjarnargötu, þar sem er stöðvunarskylda, og inn á Hringbraut, þar sem hún lenti á hliðinni á annarri bifreið. Talsvert höggt varð við áreksturinn.

Ökumenn beggja bifreiðanna og farþegi í annarri bifreiðinni fóru til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, því allir fundu þeir til eymsla eftir áreksturinn. Bifreiðirnar voru fjarlægðar af vettvangi með dráttarbifreið þar sem þær voru báðar óökufærar.

Fleiri óhöpp urðu í umferðinni um helgina, en þau voru öll minni háttar og engin slys á fólki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024