Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrír kylfingar hafa fengið ás í meistaramóti GS
Sigurður Sævarsson fór holu í höggi í gær. Hann stendur næst holu og með honum á mynd eru meðspilarar hans í gær.
Miðvikudagur 3. júlí 2013 kl. 23:45

Þrír kylfingar hafa fengið ás í meistaramóti GS

Kylfingar Golfklúbbs Suðurnesja hafa verið sjóðheitir á par-3 brautum vallarins í upphafi meistaramóts klúbbsins. Alls hafa þrír kylfingar farið holu í höggi í mótinu til þessa og fjórir kylfingar hafa farið holu í höggi á aðeins fimm dögum.

Þann 28. júní síðastliðinn fór Arnar Ástþórsson holu í höggi á 3. braut Hólmsvallar í Leiru sem kylfingar þekkja betur sem Bergvíkina. Á þriðjudag var það Snæbjörn Guðni Valtýsson sem fór holu í höggi og það á 16. braut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í gær fóru tveir kylfingar holu í höggi. Það voru þeir Valdimar Birgisson, sem fór holu í höggi á 13. braut, og svo Sigurður Sævarsson á 16. braut. GS-ingar muna ekki eftir annarri eins ásveislu með svona skömmu millibili í Leirunni. Líklega er ekki hægt að fara holu í höggi á betri tíma en í meistaramótum. Nú á bara eftir að fá ás á 8. holuna í mótinu og þá hafa allar par-3 brautirnar verið slegnar í einu höggi. Við óskum þessum fjórum kylfingum til hamingju með draumahöggin.


Valdimar Birgisson við 14. holuna í Leiru.


Snæbjörn Guðni fór holu í höggi á þriðjudag.