Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrír í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnamáls
Laugardagur 26. janúar 2008 kl. 11:46

Þrír í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnamáls

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í fyrradag og daginn þar áður fimm einstaklinga í tenglsum við stórt fíkniefnamál sem kom upp fyrir áramót þegar Tollgæslan á Suðurnesjum lagði hald á tæp fimm kíló af amfetamíni og 600 grömm af kókaní. Efnin höfðu verið send með hraðsendingu til landsins frá Þýskalandi.

Mennirnir, sem eru á milli tvítugs og þrítugs, eru af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Sumir þeirra hafa áður komið við sögu í fíknaefnamálum.
Þrír mannana hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, hinum tveimur var sleppt að loknum yfirheyrslum.

Rannsókn málsins hefur verið í náinni samvinnu lögreglunnar á Suðurnesjum og fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur verið mjög viðamikil og meðal annars teygt anga sína til Þýskalands.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024