Þrír grunaðir um fíkniefnaakstur

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í nótt þrjá ökumenn grunaða um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá voru tveir aðrir teknir vegna gruns um ölvunarakstur.
Skömmu eftir miðnættið var ökumaður stöðvaður á Reykjanesbraut  eftir að hafa mælst á 148 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km.  Samkvæmt sektarreikni Umferðarstofu þýðir það 130 þúsund króna sekt, eins mánaðar sviptingu ökuleyfis og þrjá refsipunkta í ökuferilskrá. 





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				