Þrír frá Suðurnesjum vilja í Ölfus
Þrír frá Suðurnesjum eru á meðal umsækjenda um starf bæjarstjóra í Ölfusi, en nöfn umsækjenda voru birt í gær. Þetta eru þeir Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar, Baldur Þórir Guðmundsson, útibússtjóri og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og Magnús Stefánsson, sem var bæjarstjóri í Garði.
Ráðningarferli nýs bæjarstjóra er unnið í samstarfi við Capacent. Sjálfstæðisflokkur fékk hreinan meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum í maí síðastliðnum.
Umsækjendur um starf bæjarstjóra eru eftirfarandi:
Anna Greta Ólafsdóttir, sérfræðingur.
Ármann Halldórsson, framkvæmdastjóri.
Ásta Stefánsdóttir, fyrrum bæjarstjóri í Árborg.
Baldur Þórir Guðmundsson, útibússtjóri.
Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri í Hornafirði.
Björn S. Lárusson, verkefnastjóri.
Daði Einarsson, verkefnastjóri.
Edgar Tardaguila, móttaka.
Elliði Vignisson, fyrrum bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Gísli Halldór Halldórsson, fyrrum bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Glúmur Baldvinsson, MSc. í alþjóðastjórnmálum.
Gunnar Björnsson, viðskiptafræðingur.
Linda Björk Hávarðardóttir, verkefnastjóri.
Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Garðs.
Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri.
Rúnar Gunnarsson, sjómaður.
Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri.
Valdimar O. Hermannsson, rekstrarstjóri.