Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrír frá Suðurnesjum vilja í Ölfus
Ármann, Baldur og Magnús eru á meðal umsækjenda um starf bæjarstjóra í Ölfusi.
Föstudagur 6. júlí 2018 kl. 09:51

Þrír frá Suðurnesjum vilja í Ölfus

Þrír frá Suðurnesjum eru á meðal umsækjenda um starf bæjarstjóra í Ölfusi, en nöfn umsækjenda voru birt í gær. Þetta eru þeir  Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar, Baldur Þórir Guðmundsson, útibússtjóri og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og Magnús Stefánsson, sem var bæjarstjóri í Garði.
 
Ráðningarferli nýs bæjarstjóra er unnið í samstarfi við Capacent. Sjálfstæðisflokkur fékk hreinan meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum í maí síðastliðnum.
 
Umsækjendur um starf bæjarstjóra eru eftirfarandi:
Anna Greta Ólafsdóttir, sérfræðingur.
Ármann Halldórsson, framkvæmdastjóri.
Ásta Stefánsdóttir, fyrrum bæjarstjóri í Árborg.
Baldur Þórir Guðmundsson, útibússtjóri.
Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri í Hornafirði.
Björn S. Lárusson, verkefnastjóri.
Daði Einarsson, verkefnastjóri.
Edgar Tardaguila, móttaka.
Elliði Vignisson, fyrrum bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Gísli Halldór Halldórsson, fyrrum bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Glúmur Baldvinsson, MSc. í alþjóðastjórnmálum.
Gunnar Björnsson, viðskiptafræðingur.
Linda Björk Hávarðardóttir, verkefnastjóri.
Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Garðs.
Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri.
Rúnar Gunnarsson, sjómaður.
Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri.
Valdimar O. Hermannsson, rekstrarstjóri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024