Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrír efnisflokkar í vefsjónvarpi
Laugardagur 22. mars 2008 kl. 23:18

Þrír efnisflokkar í vefsjónvarpi

Vefsjónvarp Víkurfrétta er flokkað niður í þrjá efnisflokka. Fréttir, íþróttir og annað. Ofarlega á forsíðu vf.is er dökkblár reitur sem sýnir fjögur nýjustu myndböndin í fréttaflokki. Í þessum dökkbláa reit er einnig flipi þar sem stendur >Fréttir >Íþróttir >Annað en þessir flipar eru notaðir til að skoða aðra efnisflokka í vefsjónvarpinu.

Í gær, föstudaginn langa, settum við til dæmis inn myndband frá Útksálakirkju þar sem fólk getur horft og hlustað á predikun herra Karls Sigurbjörnssonar. Þetta efni er hægt að nálgast undir >Annað og því ekki sýnilegt á forsíðunni.

Þetta er örlítill galli á síðunni sem verður lagfærður um leið og forritarar síðunnar koma til byggða að nýju eftir páskaleyfi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024