Laugardagur 23. september 2006 kl. 11:03
Þrír án belta
Í gærdag voru þrír ökumenn kærðir af lögreglunni í Keflavík fyrir að nota ekki bílbelti við akstur. Einn ökumaður var kærður fyrir að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar á meðan akstri stóð. Þá urðu tveir smávægilegir árekstrar milli bifreiða í umdæminu í gær.