Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrír á öðru hundraðinu innanbæjar!
Sunnudagur 23. júní 2002 kl. 16:23

Þrír á öðru hundraðinu innanbæjar!

Lögreglan í Keflavík hefur haft í nógu að snúast um helgina við að hafa hendur í hári ökumanna sem fara helst til of hratt. Tuttugu og fjórir hafa verið teknir í radarinn um helgina og þar af 19 á Njarðarbraut í Njarðvík. Á þeirri götu eru mörk hámarkshraða tvö. Á hluta er 50 km. hámarskharði og að hluta til gildir 60 km. hámarkshraði.Mönnum ætti alla vega að vera ljóst að það er forkastanlegt að aka Njarðarbrautina á öðru hundraðinu. Þrír voru teknir í radarinn á yfir 100 km. hraða. Sá sem hraðast ók var á 121 km. hraða þar sem hámarkshraðinn er 60 km./klst. Að sögn Sigurðar Bergmann, varðstjóra hjá Keflavíkurlögreglunni, mun viðkomandi ökumaður missa ökuréttindi sín í mánuð og jafnframt þurfa að greiða væna sekt í ríkissjóð. Þá var annar ökumaður tekinn á 115 og sá þriðji á 102 km. hraða. Aðrir voru að láta lögregluna „nappa“ sig á um og yfir 80 km. hraða.

Fyrir utan hraðamælingar var rólegt á vaktinni hjá lögreglunni í Keflavík um helgnia.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024