Þriðjudagur 1. ágúst 2006 kl. 08:15
Þrír á hraðferð á brautinni
Þrír ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut fyrir miðnætti í gærkvöldi. Allir ökumennirnir, ein kona og tveir karlar, voru á yfir 120 km hraða á klukkustund en þar er leyfilegur hámarkshraði 90 km á klukkustund.
Fólkið hlaut sekt fyrir hraðaksturinn.