Miðvikudagur 12. október 2005 kl. 13:09
Þrír á hraðferð á Brautinni
Rólegt var á næturvaktinni hjá lögreglunni í Keflavík og bar ekkert sérstakt til tíðinda. Nokkrir voru þó kærðir fyrir umferðalagabrot þar á meðal þrír fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Mældist sá sem hraðast ók á 128 km. hraða þar sem leyfðru hámarkkshraði er 90 km.