Þrír á hraðferð
Þrír ökumenn þurfa á næstunni að horfa á eftir peningum í sektargreiðslur eftir að þeir urðu uppvísir að of hröðum akstri á Reykjanesbraut í gær. Mældust þeir á 116 km/klst, 119 km/klst og 123 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst. Einn ökumaður var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna í gær og annar í nótt.