ÞRIGGJA MILJARÐA SALA FMS Í FYRRA
- stjórnin vill greiða 10% arð af hlutaféFiskmarkaður Suðurnesja og dótturfélög hans skiluðu 9,6 milljónum í hagnað þrátt fyrir miklar breytingar á efnahag félagsins í kjölfar samruna FMS við Fiskmarkaðinn ehf. í Hafnarfirði. Skv. fréttatilkynningu FMS breyttist eiginfjárhlutfall samsteypunnar úr 44,35% í 32,08% milli ára þrátt fyrir 22% verðhækkun á fiski hjá FMS. Ísafjörður var helsti vaxtabroddurinn, þar varð 68% söluaukning en alls seldust 7000 tonn af þeim 33.515 tonnum sem FMS seldi á Ísafirði. Heildarverðmæti selds afla, 3,1 milljarðar, er 24% aukning fór síðasta ári. Aðalfundur Fiskmarkaðs Suðurnesja verður haldinn föstudaginn 16. apríl nk. Stjórn félagsins gerir tillögu um að greiddur verði 10% arður af hlutafé.