Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 19. desember 2006 kl. 07:57

Þriggja danskra varðskipsmanna leitað á strandstað

Þriggja skipverja af danska varskipinu Triton er nú leitað á sjó utan við Hvalsnes eftir að léttabátur sem var sendur út að flutningaskipinu sem þar er strand lenti í sjávarháska að því er heimildir Víkufrétta herma.

Alls fóru sjö danskir varðskipsmenn í sjóinn en fjórum var bjargað af þyrlusveitum. Ekki er vitað um ástand þeirra.

Nú miðast allar björgunaraðgerðir á vettvangi að því að finna og bjarga mönnunum þremur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024