Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Þriggja bíla árekstur við Reykjanesbraut
Föstudagur 12. ágúst 2016 kl. 13:20

Þriggja bíla árekstur við Reykjanesbraut

Ökumenn þriggja bifreiða voru í fyrradag fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að bifreiðirnar höfðu lent í árekstri á Arnarvöllum. Óhappið varð með þeim hætti að einn ökumannanna var í kyrrstæðri bifreið sinni að bíða eftir að komast út á Reykjanesbraut. Ökumaður annarrar bifreiðar beið þess sama fyrir aftan hann.

Þá bar að þriðju bifreiðina sem ekið var aftan á síðarnefndu bifreiðina sem við það skall aftan á þá fremstu. Allir ökumennirnir kenndu eymsla. Bifreiðirnar skemmdust allar og varð að fjarlægja eina þeirra með dráttarbifreið af vettvangi.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Fyrr í vikunni valt flutningabifreið á Sandgerðisvegi nærri gatnamótum Reykjanesbrautar. Hafði ökumaður hennar verið að vinna um nóttina og sofnaði undir stýri með framangreindum afleiðingum.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25