Föstudagur 8. júlí 2005 kl. 22:05
Þriggja bíla árekstur í Keflavík
Á sjötta tímanum síðdegis barst lögreglu tilkynning um umferðaróhapp á mótum Aðalgötu og Suðurvalla í Keflavík en þar hafði orðið árekstur með þremur bifreiðum. Engin slys urðu á fólki en ökutækin voru óökufær eftir atvikið.
Myndin er ótengd fréttinni.