Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriggja bíla árekstur á þekktum slysastað
Föstudagur 21. júlí 2017 kl. 16:03

Þriggja bíla árekstur á þekktum slysastað

Þriggja bíla árekstur varð nú áðan á Njarðarbraut á móts við Biðskýlið í Njarðvík. Fjölmargir árekstrar hafa orðið á þessum slóðum í gegnum árin.
 
Um er að ræða aftanákeyrslu þar sem ekið var aftan á bifreið sem stöðvaði við gangbraut. Um tildrög áreksturinn er ekki vitað á þessari stundu en lögreglan er núna að greiða úr málum á slysstað. 
 
Engin slys urðu á fólki en sjáanlegar skemmdir eru á öllum bílunum og tveir þeirra a.m.k. óökufærir.
 
Myndirnar voru teknar yfir slysstaðnum nú áðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024