Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut
Fimmtudagur 8. júlí 2004 kl. 10:44

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi varð þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut en áreksturinn má rekja til framúraksturs að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar í Keflavík. Engin slys urðu á fólki.

Í gær voru níu ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Suðurnesjum. Fimm voru kærðir á Reykjanesbraut og einn þeirra ók á 142 km hraða. Þrír voru kærður á Grindavíkurvegi og sá sem hraðast ók þar var á 117 km hraða. Einn var kærður fyrir að aka á 71 km hraða á Njarðarbraut þar sem hámarkshraði 50 km.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024