Mánudagur 9. mars 2009 kl. 09:24
Þriggja bíla árekstur
Harður árekstur þriggja bifreiða varð á Njarðarbraut á móts við ÓB um miðjan daginn í gær.. Ökumenn tveggja bifreiðanna voru fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en fengu að fara heim að lokinni skoðun. Bifreiðarnar voru fluttar af vettvangi með kranabifeið.