Þriggja ára áætlun Reykjanesbæjar lögð fram
Langtímalán verða greidd niður um rúman milljarð í þriggja ára áætlun Reykjanesbæjar. Gert er ráð fyrir að skuldir á íbúa lækki úr kr. 316 þús.kr. í árslok 2003 í kr. 255 þús.kr. árið 2005. Meðal stærri verkefna í áætluninni má nefna undirbúnings að smíði nýs grunnskóla, Thorkeliskóla árið 2003 og nýs tónlistarskóla.Hér að neðan má sjá áætlunina í heild, umræður og afgreiðslu hennar á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í gær.
Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Reykjanesbæjar fyrir árin 2003-2004 og 2005 er byggð á stefnu meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, þó þannig að ný bæjarstjórn sem tekur við í sumar 2002 komi ekki að öllu rígnegldu.
Niðurgreiðsla lána:
Eins og fram hefur komið í yfirlýsingum verða langtímalán greidd hratt niður. Til lækkunar skulda verður varið kr. 1.045.000.000,-.
Gert er ráð fyrir að skuldir á íbúa lækki úr kr. 316.000,- í árslok 2003 í kr. 255.000,- árið 2005.
Aðhalds er gætt í rekstri svo sem kostur er með hagræðingu. Stefnt er að, að hluti nettó rekstrargjalda af skatttekjum verði á bilinu 70 - 74%.
Að öðru leyti vísast til meðfylgjandi forsenda.
1.5% fjölgun gjaldenda á ári.
5% hækkun fasteignamats á milli ára.
4% hækkun þjónustugjalda á ári.
5% hækkun launa að meðaltali.
Rekstrarhluti áætlunarinnar er byggður á rekstraráætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2002.
Félagsþjónusta
Boðið verði upp á viðbótarlán í samvinnu við Íbúðalánasjóð.
Lagður grunnur að dvalarheimili og nýjum þjónustuíbúðum aldraðra 2004.
Breyting á félagslegum eignaríbúðum í félagslegar leiguíbúðir.
Leiguíbúðum í sveitarfélaginu verði fjölgað, jafnt almennum sem félagslegum.
Skóla- og fræðslumál
Leikskólinn Holt stækkaður um tvær deildir ásamt lagfæringu lóðar árið 2003.
Undirbúningur að smíði nýs grunnskóla, Thorkeliskóla hefst árið 2003.
Undirbúningur að byggingu nýs tónlistarskóla hefst árið 2003.
Hönnun nýs leikskóla hefst árið 2004, tekinn í notkun 2005.
Menningarmál
Áfram unnið að endurgerð Duushúsa og Fishershúss/-torfu.
Íþróttamál
Ljúka endurbótum á Íþróttamiðstöð Njarðvíkur 2003. Kaup á B-sal.
Bygging innisundlaugar hefst árið 2004.
Samningar skv. tillögu TÍR kr. 10.000.000,-
Skipulagsmál
Undirbúningur að endurgerð Hafnargötu, framkvæmdir hefjast árið 2003.
Framkvæmdum við útivistarsvæði á Fitjum haldið áfram 2003 og 2004.
Áfram unnið að varanlegri lausn frárennslismála í öllum hverfum bæjarins.
Gert er ráð fyrir sérstökum viðhaldsverkefnum á götum samkvæmt verkefnaskrá tæknideildar.
Áætlun um viðhald lóða og húsa í eigu bæjarfélagsins byggir á verkefnaskrá tæknideildar.
Reiknað er með því að tekjur af úthlutun lóða standi undir kostnaði við gatnagerð í nýjum hverfum.
Annað
Gert er ráð fyrir áframhaldandi þátttöku Reykjanesbæjar í þeim verkefnum sem nú þegar er unnið að svo sem D-álmu sjúkrahússins, búnaðarkaup Fjölbrautaskóla Suðurnesja ofl. Beðið er upplýsinga um væntanlega viðbyggingu Fjölbrautaskóla og nýrrar sorpeyðingarstöðvar.
Gert er ráð fyrir stofnframkvæmdum Vatnsveitunnar samhliða gerð nýrra gatna.
Gert er ráð fyrir að greiða lán hraðar niður en lánasamningar segja til um og/eða leggja inn á bundna fjárvörslureikninga fram að gjalddaga.
Reykjanesbæ 19. febrúar 2002.
Ellert Eiríksson, Kjartan Már Kjartansson, Jónína A. Sanders, Þorsteinn Erlingsson,
Björk Guðjónsdóttir, Þorsteinn Árnason, Böðvar Jónsson.
Að lokum lagði bæjarstjóri til að áætlunin verði samþykkt.
Til máls tók Jóhann Geirdal sem lagði fram eftirfarandi bókun vegna afgreiðslu 3ja ára áætlunar fyrir árin 2003-2005.
Sú 3ja ára áætlun sem nú er til afgreiðslu er að sjálfsögðu aðeins áætlun. Hún er hvorki betri né verri en þær forsendur sem menn gefa sér.
Þessi áætlun einkennist á ýmsum sviðum af því að verið er að halda tölum í lágmarki e.t.v. til að friða "Eftirlitsnefnd með fjárhag sveitarfélaga" og hinsvegar lítið grunduðum yfirlýsingum til að heilla kjósendur. Þetta fer að vísu ekki vel saman og því kemur upp misræmi á ýmsum sviðum.
Undirbúningur á að hefjast, s.s. að byggingu nýs grunnskóla, að byggingu nýs tónlistarskóla og endurgerð Hafnargötunnar, án þess að verulegar upphæðir séu áætlaðar í þessa liði.
Þá rekast sumar forsendur á annars horn. Fram hefur komið hjá bæjarstjóra í viðtali við Mbl. 7. febrúar s.l. að áformað sé að Thorkelískóli taki til starfa á árinu 2007.
Síðan bætir hann að vísu við "Það ræðst þó af íbúaþróun".
Samkvæmt forsendum áætlunarinnar er gert ráð fyrir því að fjölgun gjaldenda verði 1,5% á ári. Algengt er að miða við að u.þ.b. 16-18% íbúa séu á grunnskólaaldri, þó í hærri mörkunum í nýrri hverfum. Sé íbúatala Reykjanesbæjar framreiknuð á þessum forsendum til ársins 2007 og reiknað með að markmið meirihlutans náist að fullu öll árin mun fjölgunin verða rúmir 1000 einstaklingar. Því er líklegt að grunnskólabörnum fjölgi um 180. Það er því augljóst að fyrirvari bæjarstjóra er ekki settur fram að ástæðulausu. Rétt er þó að hafa það í huga að meðaltalsfjölgun síðustu 6 ára er tæplega 1%.
Það er því augljóst að ef bærinn á að geta staðið við eitthvað af þeim fögru fyrirheitum sem fram koma í þessari 3ja ára áætlun, þarf að gera verulegt átak í að fjölga hér íbúum og bendum við enn á tillögu okkar um skipulagningu heildstæðs hverfis í þeim tilgangi.
Áætlunin samþykkt með 7 atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn situr hjá.
Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Reykjanesbæjar fyrir árin 2003-2004 og 2005 er byggð á stefnu meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, þó þannig að ný bæjarstjórn sem tekur við í sumar 2002 komi ekki að öllu rígnegldu.
Niðurgreiðsla lána:
Eins og fram hefur komið í yfirlýsingum verða langtímalán greidd hratt niður. Til lækkunar skulda verður varið kr. 1.045.000.000,-.
Gert er ráð fyrir að skuldir á íbúa lækki úr kr. 316.000,- í árslok 2003 í kr. 255.000,- árið 2005.
Aðhalds er gætt í rekstri svo sem kostur er með hagræðingu. Stefnt er að, að hluti nettó rekstrargjalda af skatttekjum verði á bilinu 70 - 74%.
Að öðru leyti vísast til meðfylgjandi forsenda.
1.5% fjölgun gjaldenda á ári.
5% hækkun fasteignamats á milli ára.
4% hækkun þjónustugjalda á ári.
5% hækkun launa að meðaltali.
Rekstrarhluti áætlunarinnar er byggður á rekstraráætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2002.
Félagsþjónusta
Boðið verði upp á viðbótarlán í samvinnu við Íbúðalánasjóð.
Lagður grunnur að dvalarheimili og nýjum þjónustuíbúðum aldraðra 2004.
Breyting á félagslegum eignaríbúðum í félagslegar leiguíbúðir.
Leiguíbúðum í sveitarfélaginu verði fjölgað, jafnt almennum sem félagslegum.
Skóla- og fræðslumál
Leikskólinn Holt stækkaður um tvær deildir ásamt lagfæringu lóðar árið 2003.
Undirbúningur að smíði nýs grunnskóla, Thorkeliskóla hefst árið 2003.
Undirbúningur að byggingu nýs tónlistarskóla hefst árið 2003.
Hönnun nýs leikskóla hefst árið 2004, tekinn í notkun 2005.
Menningarmál
Áfram unnið að endurgerð Duushúsa og Fishershúss/-torfu.
Íþróttamál
Ljúka endurbótum á Íþróttamiðstöð Njarðvíkur 2003. Kaup á B-sal.
Bygging innisundlaugar hefst árið 2004.
Samningar skv. tillögu TÍR kr. 10.000.000,-
Skipulagsmál
Undirbúningur að endurgerð Hafnargötu, framkvæmdir hefjast árið 2003.
Framkvæmdum við útivistarsvæði á Fitjum haldið áfram 2003 og 2004.
Áfram unnið að varanlegri lausn frárennslismála í öllum hverfum bæjarins.
Gert er ráð fyrir sérstökum viðhaldsverkefnum á götum samkvæmt verkefnaskrá tæknideildar.
Áætlun um viðhald lóða og húsa í eigu bæjarfélagsins byggir á verkefnaskrá tæknideildar.
Reiknað er með því að tekjur af úthlutun lóða standi undir kostnaði við gatnagerð í nýjum hverfum.
Annað
Gert er ráð fyrir áframhaldandi þátttöku Reykjanesbæjar í þeim verkefnum sem nú þegar er unnið að svo sem D-álmu sjúkrahússins, búnaðarkaup Fjölbrautaskóla Suðurnesja ofl. Beðið er upplýsinga um væntanlega viðbyggingu Fjölbrautaskóla og nýrrar sorpeyðingarstöðvar.
Gert er ráð fyrir stofnframkvæmdum Vatnsveitunnar samhliða gerð nýrra gatna.
Gert er ráð fyrir að greiða lán hraðar niður en lánasamningar segja til um og/eða leggja inn á bundna fjárvörslureikninga fram að gjalddaga.
Reykjanesbæ 19. febrúar 2002.
Ellert Eiríksson, Kjartan Már Kjartansson, Jónína A. Sanders, Þorsteinn Erlingsson,
Björk Guðjónsdóttir, Þorsteinn Árnason, Böðvar Jónsson.
Að lokum lagði bæjarstjóri til að áætlunin verði samþykkt.
Til máls tók Jóhann Geirdal sem lagði fram eftirfarandi bókun vegna afgreiðslu 3ja ára áætlunar fyrir árin 2003-2005.
Sú 3ja ára áætlun sem nú er til afgreiðslu er að sjálfsögðu aðeins áætlun. Hún er hvorki betri né verri en þær forsendur sem menn gefa sér.
Þessi áætlun einkennist á ýmsum sviðum af því að verið er að halda tölum í lágmarki e.t.v. til að friða "Eftirlitsnefnd með fjárhag sveitarfélaga" og hinsvegar lítið grunduðum yfirlýsingum til að heilla kjósendur. Þetta fer að vísu ekki vel saman og því kemur upp misræmi á ýmsum sviðum.
Undirbúningur á að hefjast, s.s. að byggingu nýs grunnskóla, að byggingu nýs tónlistarskóla og endurgerð Hafnargötunnar, án þess að verulegar upphæðir séu áætlaðar í þessa liði.
Þá rekast sumar forsendur á annars horn. Fram hefur komið hjá bæjarstjóra í viðtali við Mbl. 7. febrúar s.l. að áformað sé að Thorkelískóli taki til starfa á árinu 2007.
Síðan bætir hann að vísu við "Það ræðst þó af íbúaþróun".
Samkvæmt forsendum áætlunarinnar er gert ráð fyrir því að fjölgun gjaldenda verði 1,5% á ári. Algengt er að miða við að u.þ.b. 16-18% íbúa séu á grunnskólaaldri, þó í hærri mörkunum í nýrri hverfum. Sé íbúatala Reykjanesbæjar framreiknuð á þessum forsendum til ársins 2007 og reiknað með að markmið meirihlutans náist að fullu öll árin mun fjölgunin verða rúmir 1000 einstaklingar. Því er líklegt að grunnskólabörnum fjölgi um 180. Það er því augljóst að fyrirvari bæjarstjóra er ekki settur fram að ástæðulausu. Rétt er þó að hafa það í huga að meðaltalsfjölgun síðustu 6 ára er tæplega 1%.
Það er því augljóst að ef bærinn á að geta staðið við eitthvað af þeim fögru fyrirheitum sem fram koma í þessari 3ja ára áætlun, þarf að gera verulegt átak í að fjölga hér íbúum og bendum við enn á tillögu okkar um skipulagningu heildstæðs hverfis í þeim tilgangi.
Áætlunin samþykkt með 7 atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn situr hjá.