Þriðjungur fékk ekki páskaegg
Flestir sem tóku þátt í spurningu vikunnar hér á vf.is fengu eitt páskaegg til að maula á um páskana. Spurt var hversu mörg páskaegg viðkomandi hefði fengið í ár en þó kom nokkuð á óvart að 33 % þátttakenda fengu ekki páskaegg þetta árið. Svörunin var eftirfarandi:
Ekkert: 33%
1: 37%
2-3: 23%
Fleiri: 7%
Sjö prósent þátttakenda fengu fleiri en þrjú páskaegg og því vonandi að þeir hafi munað eftir að bursta í sér tennurnar. Ný könnun er nú þegar komin inn á vf.is og spurt er hvort þátttakendur styðji sameiningu Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Garðs en sameiningarnefnd sveitarfélaga hefur lagt svo til.