Þriðja óróakviðan og virknin sú mesta í tvo sólarhringa
Um kl. 5:20 í morgun jókst virknin við Fagradalsfjall, syðst í kvikuganginum. Óróahviða mældist um það leiti sem virknin jókst og stóð hviðan þangað til um sjöleytið. Virknin var mjög staðbundin syðst í kviuganginum og er líklega til marks um stækkun gangsins. Frá því klukkan sjö hefur verið viðvarandi smáskjálftavirkni á svæðinu.
Eins og fram kom í tilkynningu vísindaráðs almannavarna í gær má búast við því að virkni verði kaflaskipt með jarðskjálftavirkni og óróahviðum sambærilegum og þeim sem mældust nú í morgun samfara stækkun kvikugangsins.
Virknin nú í morgun er á þeim stað sem talin er vera líklegasti uppkomustaður kviku, sem er syðst í kvikuganginum líkt og kom fram í tilkynningu vísindaráðs almannavarna í gær.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				