Þreyttir flugmenn gáfu röngum hreyfli inn
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út skýrslu í tengslum við rannsókn á flugslysi er varð á Keflavíkurflugvelli þann 21. júlí 2013, er Sukhoi Civil Aircraft RRJ-95B hafnaði utan flugbrautar. Flugvélin var í prófunarflugi á vegum framleiðanda, og hugðist áhöfnin framkvæma lágflug í 2-3 fetum yfir flugbraut 11 við hliðarvindsaðstæður, nálægt hámarkslendingarþyngd og með einn hreyfil óvirkan. Tilgangurinn flugsins var að prófa sjálfvirknibúnað flugvélarinnar við þessar aðstæður.
Meginorsök flugslyssins var rakin til þreytu flugmanna, er varð til þess að flugmenn flugvélarinnar gáfu röngum hreyfli inn í fráhvarfsflugi, eftir að flugvélin snerti flugbrautina. Snerting flugvélarinnar við flugbrautina, sló út sjálfvirknibúnaði fyrir fráhvarfsflugið.
Níu tillögur í öryggisátt eru lagðar til í skýrslunni. Þremur þeirra er beint til framleiðanda loftfarsins, þremur til Isavia, einni til Samgöngustofu, einni til Iðnaðar- og Viðskiptaráðuneytis Rússlands og einni sameiginlega til Flugöryggisstofnun Evrópu og flugslysanefndar Rússlands. Að auki er einum tilmælum beint til Innanríkisráðuneytisins. Skýrslan er skrifuð á ensku, þar sem að aðilar er tillögum í öryggisátt er beint til eru ekki íslenskir.
Skýrsluna má nálgast hér.