Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þreytt áhöfn og slök brautarskilyrði ástæða flugóhapps
Fimmtudagur 12. febrúar 2009 kl. 11:46

Þreytt áhöfn og slök brautarskilyrði ástæða flugóhapps

Léleg brautarskilyrði, skortur á upplýsingum og þreyta áhafnar, eru líklegustu skýringar alvarlegs flugatviks á Keflavíkurflugvelli í október 2007. Boeing 737-800 þotu með tæplega 200 manns um borð hlekktist á í lendingu og rann út af brautarenda. Engan sakaði um borð. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur nú skilað skýrslu um atvikið eftir 15 mánaða rannsókn. Frá þessu er greint á mbl.is

Flugvélin var í eigu Astraeus en var að fljúga fyrir JetX. Vélin var að koma frá Antalya í Tyrklandi á vegum íslenskrar ferðaskrifstofu. 188 farþegar voru um borð í vélinni og 10 manna áhöfn.

Vegna langs flugtíma var aukin flugáhöfn og þjónustuáhöfn um borð, þrír flugmenn og 7 flugþjónar.

Um klukkan 02:00, aðfaranótt 29. nóvember 2007, lenti TF-JXF á flugbraut 02 á Keflavíkurflugvelli og endaði utan akbrautar November eða N-4.

Í aðflugi fékk áhöfnin uppgefin bremsuskilyrði og veður fyrir flugbraut 02 í Keflavík og voru þá bremsuskilyrði sögð góð, með ís á stöku stað. Í lendingarbruni varð áhöfn vör við að bremsuskilyrði voru ekki eins og hún bjóst við. Reyndu flugmenn að hægja á flugvélinni með beitingu knývenda og hámarks handvirkri hemlun. Þegar ljóst var að flugvélin myndi ekki stöðvast fyrir brautarenda beygði flugstjórinn vélinni af flugbraut 02 og yfir á akbraut N-4. Þar skreið flugvélin til í hálku og hafnaði með eitt aðalhjóla og nefhjól utan akbrautar.

Sjá ítarlegri umfjöllun á mbl.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024







Víkurfréttamyndir: Páll Ketilsson