Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 8. janúar 2002 kl. 20:36

Þrettándagleði tókst vel í Grindavík

Þrettándagleði tókst vel í Grindavík. Það leit þó ekki sérlega vel út með veður skömmu áður en gleðin átti að hefjast. Gekk á með roki og rigningu. En rétt áður en bæjarbúar lögðu af stað í göngu sem hófst við Kvennó með álfakóng og álfadrottningu í broddi fylkingar, breyttist veðrið skyndilega mjög til hins betra. Ein hugsanleg skýring er sú að álfar hafi gripið í “veðurtaumana”.Skemmtidagskrá við höfnina fór því fram í "rjómablíðu". Fólst dagskráin m.a. í kórsöng og heimsókn jólasveina sem komu við á leið sinni heim í fjöllin og einnig tóku viðstaddir nokkur viki-vaka dansspor undir leiðsögn Estherar Guðmundsdóttur kórstjóra. Flugeldasýning á vegum björgunarsveitarinnar var svo ágætur endapunktur.

Nánast strax að skemmtun lokinni versnaði veður nokkuð aftur… enda jólasveinar, álfar, tröll og aðrar vættir farin til síns heima. Skoðið heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Frétt af vefsíðu Grindavíkurbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024