Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrettándagleði í Reykjanesbæ frestað til laugardags
Miðvikudagur 6. janúar 2016 kl. 11:07

Þrettándagleði í Reykjanesbæ frestað til laugardags

Vegna veðurs og óhagstæðrar vindáttar er fyrirhugaðri þrettándaskemmtun, sem fara átti fram í Reykjanesbæ í dag, frestað til næsta laugardags. Við þær aðstæður sem eru í dag er ekki hægt að kveikja í brennu og vandkvæði eru við að setja upp svið. Spáin fyrir laugardag er góð eins og stendur og er stefnt að þrettándagleði þá. Dagskráin verður óbreytt en hefst klukkustund fyrr, eða klukkan 16:00 en þá hefst luktarsmiðja í Myllubakkaskóla. Klukkan 17:00 verður blysför þaðan að hátíðarsvæði. Nánari upplýsingar um dagskránna má nálgast á vef Reykjanesbæjar.
 
 
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024