Þrettándagleði í Grindavík
Fimmtudaginn 6. janúar hefst þrettándagleðin í Grindavík með göngu frá Kvennó kl. 20:00. Með í för verða jólasveinar og tröll ásamt álfakóng og álfadrottningu. Gengið verður upp Víkurbraut, niður Ránargötu og að Saltfisksetrinu. Dagskráin hefst svo við Saltfisksetrið um 20:30.
Fyrstur stígur á stokk Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri og mun hann flytja ávarp. Barnakórinn syngur, jólasveinarnir kveðja og Björgunarsveitin Þorbjörn verður með flugeldasýningu í dagskrárlok.
Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu býður upp á vöfflur og heitt kakó í Saltfisksetrinu.
Kveikt verður í bálkestinum vestur í Bót kl. 18:00
Af vefsíðu Grindavíkur
Fyrstur stígur á stokk Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri og mun hann flytja ávarp. Barnakórinn syngur, jólasveinarnir kveðja og Björgunarsveitin Þorbjörn verður með flugeldasýningu í dagskrárlok.
Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu býður upp á vöfflur og heitt kakó í Saltfisksetrinu.
Kveikt verður í bálkestinum vestur í Bót kl. 18:00
Af vefsíðu Grindavíkur