Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrettándagleði frestað í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 6. janúar 2011 kl. 11:49

Þrettándagleði frestað í Reykjanesbæ

Þrettándagleði í Reykjanesbæ hefur verið frestað vegna veðurs fram á mánudaginn 10. janúar kl. 18:00.
Hátíðarhöld munu fara fram við Ægisgötu en dagskráin hefst með skrúðgöngu frá Myllubakkaskóla að hátíðarsvæði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Álfabrenna, tónlist, söngur, álfakóngur og drottning, púkar, Grýla, Leppalúði og jólasveinar. Heitt kakó í boði Reykjanesbæjar.
Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja, Leikfélag Keflavíkur, Skátarnir, Björgunarsveitin Suðurnes, Léttsveit og Trommusveit Tónlistarskólans og tröllastelpan Fjóla taka þátt í dagskránni. Dagskránni lýkur svo með flugeldasýningu á vegum Björgunarsveitarinnar Suðurnes.