Þrettándagleði frestað í Reykjanesbæ
Þrettándagleði í Reykjanesbæ hefur verið frestað vegna veðurs fram á mánudaginn 10. janúar kl. 18:00.
Hátíðarhöld munu fara fram við Ægisgötu en dagskráin hefst með skrúðgöngu frá Myllubakkaskóla að hátíðarsvæði.
Álfabrenna, tónlist, söngur, álfakóngur og drottning, púkar, Grýla, Leppalúði og jólasveinar. Heitt kakó í boði Reykjanesbæjar.
Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja, Leikfélag Keflavíkur, Skátarnir, Björgunarsveitin Suðurnes, Léttsveit og Trommusveit Tónlistarskólans og tröllastelpan Fjóla taka þátt í dagskránni. Dagskránni lýkur svo með flugeldasýningu á vegum Björgunarsveitarinnar Suðurnes.