Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrettándagleði frestað í Grindavík
Miðvikudagur 5. janúar 2011 kl. 10:47

Þrettándagleði frestað í Grindavík

Árlegri þrettándagleði verið frestað til sunnudagsins 9. janúar þar sem veðurspáin er frekar óhagstæð fyrir morgundaginn. Þeim tilmælum er beint til foreldra að sú hefð, að börn og unglingar gangi í hús og sníki sælgæti verði framkvæmt á sunnudag en ekki á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dagskráin á sunnudaginn er sem hér segir:

Kl. 17:00 Andlitsmálun í Kvennó. Allir krakkar, púkar, tröll og kynjaverur geta fengið andlitsmálun.
Skráning í búningakeppnina. Keppnin verður tvískipt, leikskólabörn og 1. - 4. bekkur.

Kl. 17:40 Blysför frá Kvennó að Saltfisksetrinu.

Kl. 18:00 Dagskrá við Saltfisksetrið hefst.
- Álfakóngur og Álfadrottning syngja
- Jólasveinarnir syngja nokkur lög áður en þeir halda til fjalla.
- Úrslit úr búningakeppni unga fólksins kynnt en keppt er um frumlegasta heimatilbúna búninginn.
- Grindvíkingur ársins 2010 - útnefning.

Í lok dagskrár verður glæsileg flugeldasýning í boði Grindavíkurbæjar.

Kaffi– og kakósala í Saltfisksetrinu á vegum 8. flokks drengja í körfuknattl.
Allur ágóði rennur í ferðasjóð flokksins.

Mynd - grindavik.is