Þrettán nemendur á flughræðslunámskeiði í vél sem varð fyrir eldingu
Eldingu laust niður í Boeing 757-vél Icelandair var að koma frá Frankfurt í Þýskalandi síðla dags. Um borð voru 90 farþegar, þar á meðal 13 manns sem voru að koma úr útskriftarferð af flughræðslunámskeiði.
Einn þátttakandi hafði samband við Ríkisútvarpið í kvöld en vildi ekki láta nafns síns getið. Hann sagði að fólk hafi orðið skelkað þegar höggið kom á vélina. Þá hafi sést eldblossi. Flugstjórinn hafi tilkynnt farþegum hvað gerst hefði og að allt væri með felldu. Farþeginn sem fréttastofa talaði við, sagði að þrátt fyrir þetta væri hann nánast kominn yfir flughræðsluna.
Mynd: Tjón á vél Icelandair sem varð fyrir eldingu fyrr á árinu.