Þrettán erlend flugfélög til Keflavíkurflugvallar
Stærsta ferðasumar Íslandssögunnar er hafið og af þeim sökum er mikið annríki í og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í sumar munu þrettán erlend flugfélög fljúga með farþega til og frá Keflavíkurflugvelli þannig að sætaframboð er nóg.
Í fréttum hefur komið fram að þrátt fyrir mikið sætaframboð þá hefur verð á flugsætum hækkað um tæp 10% frá síðasta ári. Á sama tíma hefur reyndar flugvélaeldsneyti hækkað um 40%.