Þrettán ára pjakkur ók greitt og braut umferðarreglur
Í gærkvöldi veitti lögregla athygli fólksbifreið í Keflavík sem var ekið mjög greitt ásamt því að ökumaður virti ekki stöðvunarskyldu. Náði lögregla að stöðva bifreiðina skömmu síðar og kom þá í ljós að ökumaður var aðeins 13 ára gamall drengur sem hafði verið á heimilisbifreiðinni. Móðir piltsins var upplýst um málið auk þess sem haft var samband við fulltrúa barnaverndarnefndar.