Þrettán ára brennuvargar
Laust fyrir klukkan 19:00 í gærkvöldi var tilkynnt um eld í stigagangi fjölbýlishúss við Heiðarhvamm í Reykjanesbæ. Þarna hafði verið kveikt í skreytingu í stigagangi. Lögregla og slökkvilið fór á vettvang en búið var að slökkva eldinn er þeir komu á vettvang. Málið er upplýst, en þarna voru á ferð þrjár 13 ára stúlkur sem báru eld að skreytingunni sem fuðraði upp.