Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrennt slasast í hörðum árekstri á Reykjanesbraut
Sunnudagur 9. mars 2003 kl. 20:52

Þrennt slasast í hörðum árekstri á Reykjanesbraut

Þrennt slasaðist í hörðum árekstri tveggja bíla sem varð á Reykjanesbraut um áttaleytið í kvöld. Lítil fólksflutningabifreið og fólksbifreið lentu saman og höfnuðu báðir bílarnir utan vegar sitthvoru megin við Reykjanesbrautina. Tveir voru í fólksbílnum og er farþegi fólksbílsins mikið slasaður. Ökumaður fólksflutningabifreiðarinnar og fólksbifreiðarinnar eru minna slasaðir kenndu sér báðir víða meins.

VF-ljósmynd: Frá slysstað á Reykjanesbraut í kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024