Þrennt á sjúkrahús í mótorcross - keppni
Þrennt féll af hjólum sínum og slasaðist við mótorkross-keppni sem fram fór í Sólbrekkubraut í dag. Öll voru þau flutt á sjúkrahús með sjúkrabifreiðum til aðhlynningar. Um var að ræða 14 ára stúlku sem var með áverka á mjöðm, 22 ára mann, sem sennilega var handleggsbrotinn og 27 ára konu sem kenndi til í baki, að því er segir í dagbók Lögreglunnar á Suðurnesjum.
Að auki hafði lögreglan spurnir af einum manni að sem slasaðist en sá kom sér sjálfur undir læknishendur.
Aðstæður voru erfiðar en mikill aur var í brautinni sökum úrhellis rigningar.
VF-mynd/elg: Frá keppninni í dag. Þessi keppandi féll í brautinni og hugar hér að hjólinu sem flaug út af.